Jónskvísl og Sýrlækur

Jónskvísl og Sýrlækur

Jónskvísl

Útseld veiðitímabil eru tveir dagar og er skipt á miðjum degi.
Athygli er vakin á því að nú eru 3 stangir í boði og lengra veiðisvæði.
Þetta eru mjög fallegar og skemmtilegar veiðiár og hefur Veiðifélagið Kippur til umráða fjórðung af veiðidögunum í ánum. Þetta eru fyrst og fremst sjóbirtingssvæði en þó er aðalveiðin yfir sumartímann bleikja og staðbundinn urriði. Mjög gott aðgengi er að ánni. Veitt er á þrjár stangir og leyfilegt að tveir séu saman á stöng. Veiði hefst 30. júní og stendur til 20. okt.

Veiðitilhögun

Leyfilegt agn í sumarveiði er einungis fluga og skal öllum fiski sleppt.


Skrá skal allan afla vel og skilmerkilega í veiðibók.

Veiðibækurnar fyrir bæði Grenlæk og Jónskvísl eru við bæinn Fossa, vel merkt. Vinsamlegast skráið allan afla í þær og setjið á sinn stað en ekki taka með upp í veiðihús þar sem þær gætu gleymst. Þessi staðsetning er vegna þess að ekki öll veiðifélögin um Grenlæk og Jónskvísl nota veiðihús Kipps.

Athugið að merkta fiska skal meðhöndla samkvæmt fyrirmælum veiðivarðar.
Við viljum hvetja veiðimenn til betri skráningar í veiðiskýrslu.
Mikilvægt er að einstaklingsskrá hvern fisk. Oft er bara skráð að fiskur sé sjógenginn en tegund vantar.

Vel skráðar veiðiskýrslur eru afar mikilvægar fyrir alla sem fylgjast með ánum og gefa ráð um nýtingu, sem og landeigendur og veiðimenn.

Athugið að merkta fiska skal meðhöndla samkvæmt fyrirmælum veiðivarðar.

Sýrlækur

Veiðistaðalýsing Jónskvísl og Sýrlækur.

Veiðisvæðið hefur nú verið lengt frá því sem var en aðeins var leyft að veiða upp að brú, nú er leyft að veiða ofan brúar upp að svokölluðu rafstöðvarlóni. Neðri skil eru enn á sama stað eða um ca.100 mtr. neðan við neðsta foss og ármótum Sýrlækjar en þar er belgur sem afmarkar neðri mörk.

Jónskvísl er nánast einn samfelldur veiðistaður en þó eru nokkrir sérlega góðir hyljir og ber þar að nefna sérstaklega Eyvindarhyl sem getur geymt mikið af fiski.

Fyrir neðan fossinn er svo góður veiðistaður sem mikið veiðist í árlega. Þá má ekki gleyma Sýrlæk sem er oft vanmetin vegna smæðar en árlega veiðast stórir fiskar í honum.

Stór bleikja er í Jónskvísl en hún er yfirleitt um 3-6 pund og veiðist þá helst í júní-ágúst en eftir það virðist hlutdeild hennar minnka.