Veiðihúsið

Veiðihúsið

Veiðifélagið Kippur hefur reist nýtt veiðihús sem er á besta stað, nálægt Eyvindarhyl í Jónskvísl á landi Eystra Hrauns. Húsið 103 fermetra Finnskt bjálkahús með heitum potti og öllum þægindum og geta þar gist 12 manns í 4 herbergjum með kojum. 4 efri kojur eru 90×200, tvær neðri kojur 120×200 og aðrar tvær eru 140×200. Sængur og koddar fyrir 8 manns eru í húsinu en veiðimenn þurfa að hafa með sér rúmföt.
Skipulag hússins er 4 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, stór stofa, eldhús með öllum þægindum og geymsla. Gasgrill er á staðnum.
Í húsinu eru einnig öll hreinsiefni, WC-pappír, sápur, borðtuskur og viskastikki.

Leiðarlýsing að húsi.

Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og áður en að komið er að brúnni á Jónskvísl er beygt til vinstri og þá ætti nýja veiðihúsið að sjást.

Breiddargráða og lengdargráða á afleggjaranum að húsinu (fyrir GPS): 63°42’59.73"N – 17°59’43.27"W

Hægt er að leigja veiðihúsið utan veiðitíma, sjá hér.